8.9.2006 | 18:33
Fyrsta nóttin í íbúðinni í nótt
Reyndar er allt á hvolfi en hey þetta er þó allavega mitt dót. Íris mágkona sá aumur á mér og lánaði mér 120 cm breitt rúm sem hún á, þar til ég hef verslað mér minn eigin bedda. Verð eflaust netlaus fram yfir helgi en er þó komin í símsamband við umheiminn.
Andrea byrjaði á því að læsa sig inn í nýja herberginu sínu. Lásinn ónýtur og krakkinn pikkfastur inni í herbergi. Eftir að hafa hringt út um allann bæ og þó víðar væri leitað til þess að finna lásasmið, benti góði góði löggimanninn mér á að bjalla bara í smið til að redd'essu. Hringdi í smið sem bisaði við hurðina í ríflega hálftíma og neitaði svo að taka krónu fyrir. Hefði ég fengið þessa þjónustu frítt hefði ég verið með pung?
Ætla núna að logga mig út af mágkonu tölvu og elda (Sæunn lokaðu augunum ekki seinna en núna) pylsur fyrir glorhungrað stóðið á nýja staðnum.
Sé ykkur þó síðar verði.
Andrea byrjaði á því að læsa sig inn í nýja herberginu sínu. Lásinn ónýtur og krakkinn pikkfastur inni í herbergi. Eftir að hafa hringt út um allann bæ og þó víðar væri leitað til þess að finna lásasmið, benti góði góði löggimanninn mér á að bjalla bara í smið til að redd'essu. Hringdi í smið sem bisaði við hurðina í ríflega hálftíma og neitaði svo að taka krónu fyrir. Hefði ég fengið þessa þjónustu frítt hefði ég verið með pung?
Ætla núna að logga mig út af mágkonu tölvu og elda (Sæunn lokaðu augunum ekki seinna en núna) pylsur fyrir glorhungrað stóðið á nýja staðnum.
Sé ykkur þó síðar verði.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning