8.1.2007 | 15:38
Mamma hættu að syngja ég er með hausverk
Heyrist í hvert einasta sinn sem ég opna munninn og hleypi frá unaðsfögrum tónum. Undarlegt nokk þá virðist unglingurinn alltaf fá skyndilegan hausverk þegar ég brest í söng. Og þegar ég hugsa um það þá virðast hin afkvæmin ekki vera sérlega upprifin yfir söng mínum heldur. Íris treður gjarnan puttunum í eyrun og Karen segir usssss. Örverpið er sá eini í aðdáendaklúbbi mínum og klappar upp "Siggi var úti" að jafnaði 20 sinnum í röð. Að sjálfsögðu er langskemmtilegast að syngja fyrir pirraðan áheyrenda hóp, sérstaklega þegar ég læt röddina bresta og horfi á angistina í andlitum barna minna. Svei mér þá ef ég tek ekki bara þátt í X-factor á næsta ári. Hvað finnst ykkur?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning