25.10.2006 | 21:52
Ekki tekið út með sældinni að vera af þýskum ættum
Tók sjálfa mig í heimavax meðferð. Er svo sem ekkert mál og hef oft tekið fótleggina án mikillar fyrirhafnar. Hinsvegar hef ég ekki tekið bikiní línuna eins oft en ákvað að láta vaða í þetta sinn þar sem þýsku genin mín voru farin að missa stjórn á sér og ég farin að minna á apa. Ég smurði vænni vaxrönd í nárann, nuddaði strimlinum vel ofan í vaxið, fór með faðir vorið og kippti af. Rankaði við mér í villtum og trylltum indjánadansi með tár í augum af sársauka. Ef ég hefði átt kall á þessari stundu þá hefði ég örugglega óvart barið hann frekar fast í sársauka algleyminu. Núna sit ég hér rennsveitt með blæðandi nára, en hey það er í lagi því ég minni ekki á apa lengur.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning