Ég heiti Guðbjörg og ég er ljón

Er að hressast held ég bara. Allavega er ég farin að finna óþefinn af sjálfri mér og því kominn tími á sturtu.
Úti er ÍSkalt en ég get vermt mig með því að hugsa um sólböð með góða bók í hönd eftir örfáar vikur, vel smurða af sóláburði svona til að ég verði ekki of grilluð. Svo er líka fínt að þykjast að vera kona í neyð og þá get ég kannski gabbað seiftí offiserinn til að maka sólaráburði á bakið mitt.
Er að smíða heimasíðu í tölvufræðinni og gengur bara alveg ágætlega. Html kóðun er ekkert flókin ef maður stelur kóðunum einhverstaðar af netinu. Fáið kannski að sjá þegar ég er búin.
Andrea fór á Borat í gær og fannst hann ekkert fyndinn. Sagði að það hefði verið stór og mikil kona fyrir aftan sig sem hefði hlegið eins og sambland af skrækjandi hænu og spangólandi hundi og það hafi verið alveg ömurlegt. Aulagenið mitt hefur greinilega ekki skilað sér í blessað barnið.
Annars lítið bara.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband