30.11.2006 | 21:41
Tónleikar
Fór með dætrum, vinkonu þeirra og syni niður á Glerártorg í dag. Dætur vildu ólmar horfa á Nylon stíga á stokk og taka nokkra tóna. Ég eins og góðri móður sæmir fór með þeim. Fátt kemur mér í eins vont skap og mannmergð og troðningur. Í dag var þetta ekkert öðruvísi. Fór í vont skap og varð gífurlega pirruð.
Datt það snjallræði í hug að láta ungling skipta um herbergi við systur sínar þegar heim var komið og skellti mér í verkið. Hefði betur getað sleppt því. Kojurnar vildu ekki gegna þegar ég hugðist færa þær og ég fann hvergi sexkantinn sem á að losa þær í sundur. Náðir eftir mikið bölv og bras að græja þetta og þá fannst sexkanturinn auðvitað um leið.
Langar í sveittan hamborgara!
Datt það snjallræði í hug að láta ungling skipta um herbergi við systur sínar þegar heim var komið og skellti mér í verkið. Hefði betur getað sleppt því. Kojurnar vildu ekki gegna þegar ég hugðist færa þær og ég fann hvergi sexkantinn sem á að losa þær í sundur. Náðir eftir mikið bölv og bras að græja þetta og þá fannst sexkanturinn auðvitað um leið.
Langar í sveittan hamborgara!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning