13.3.2007 | 12:15
Að deyja ekki ráðalaus
Núna sit ég með tölfræðibókina mína og er að vinna mig í gegnum kaflana einn í einu. Til þess að þurfa ekki endalaust að vera að fletta fram og til baka þarf ég litlu post it miðana mína sem eru í mörgum og fallegum litum. Hinsvegar virðist það vera svo að ég eigi einstaklega glysgjörn börn því að ég finn post it miðana hvergi. Það væri svo sem ekki í fyrsta sinn sem að glysgjörnu afkvæmi mín hnupluðu þeim frá mér. Þau virðast vera ansi sólgin í þá. Ég dey samt ekki ráðalaus ónei! Hér á heimili er til plástur og núna er tölfræðibókin mín fallega skreytt með plástrum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning