Fótboltakvöld á pöbbnum

Ég kom mér þægilega fyrir á kaffihúsi Ísafjarðabæjar núna í kvöld til að fylgjast með viðureign franskra og ítalskra. Leikurinn var herfilega spennandi og ég var hreint ekki viss um að ég myndi lifa hann af. Ég gólaði, klappaði og nagaði neglur í æsingnum, en það var ekkert á miðað við manninn sem settist við hliðina á mér.
Ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann væri að fá taugaáfall, heilablóðfall, hjartaslag og væri með tourettes allt í einum pakka. Hann öskraði, bölvaði, sló í borð svo að glös hoppuðu og á tímabili var hann farinn að ofanda. Ég var án gríns farin að rifja upp fyrstu hjálp í huganum og var við öllu búin.
Eftir því sem á leið á leikinn var ég farin að taka eftir því að fólkið á staðnum var að horfa á mig með svona samúðarblik í augum. Þau héldu greinilega að ég og hann værum hjón og vildu veita mér smá stuðning með hughreystandi augngotum.
Annars er ég ferlega fúl og ætla hvorki að porða pizzur né pasta hér eftir!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband