Kári köttur

Kári, kötturinn minn fer þangað sem honum langar. Hann opnar hurðir eins og að blása úr nös og eru það nokkuð fyndnar aðferðir. Fyrst hoppar hann upp á hurðarhúninn og nær góðu taki á honum með báðum loppum. Lætur svo líkamann dingla á meðan hann hangir í húninum og hossar sér. Oftast opnast hurðinn og Kári köttur fer þangað sem hann hafði ætlað sér.
Ég er hinsvegar búin að sjá við Kára ketti. Ég læsti hurðum sem ég vil ekki að hann opni. Núna langar Kára ketti óhemjumikið út til að næla sér í safaríka þrastarsteik. Hann er búinn að bisa við að opna þvottahúshurðina, því að hann veit að glugginn þar er opinn. Núna síðasta hálftímann er Kári köttur búinn að dingla sér, sveifla sér, hossa sér og þjösnast á hurðarhúninum og ekkert gerist. Ég hlæ inn í mér en kötturinn horfir á mig með fyrirlitningarsvip og grunar mig um græsku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband