17.9.2006 | 13:26
Sönndei bloddí sönndei
Afhverju er maður alltaf latur á sunnudögum? Maður dröslast fram úr rúminu og hlammar sér í sófann og horfir á barnaefnið með börnunum. Svo fer maður í tölvuna og horfir tómum augum á skjáinn og hugsar um allt það sem væri sniðugt að gera en gerir svo ekkert í því. Er samt búin að hafa það af að setja í alveg ÞRJÁR þvottavélar og meira að segja að hengja upp úr þeim líka.
Nú sit ég hér og bíð spennt eftir því að leikurinn byrji klukkan þrjú. Þarf að vísu að fylgjast með honum í textaformi á netinu, en það er víst betra en ekkert.
Blogg fyrir fjölskylduna og aðra sem hafa áhuga utan Ak:
Krakkarnir blómstra hérna á norðurlandinu. Jóhann er mjög ánægður með nýja leikskólann og vaknar með bros á vör á hverjum morgni spenntur yfir því að fara. Þeir sem þekkja Jóhann vita að hann er afar geðstirður á morgnana svo að þetta hlýtur að vera góður leikskóli. Íris er búin að eignast slatta af vinkonum og sést varla hér heima. Karen er meira heima við en líkar mjög vel í skólanum og er búin að eignast 2 vinkonur hér. Andrea komst strax inn í hópinn í skólanum. Búin að eignast haug af skrækjandi gelgjuvinkonum og segir að strákarnir hér á Ak séu bara ágætlega sætir. Ég sjálf er á kafi í lærdómi og líkar vel. Er svona að venjast því að sjá ekki almennileg fjöll þegar ég kíki út um gluggann. Þórarinn, Ágúst og Bíbí eru líka í góðum gír og nokkuð sátt við nýja heimilið. Sem sagt, lífið er bara ljúft og allir sáttir.
Lambakjet í kvöldmatinn og ykkur er ekki boðið.
Nú sit ég hér og bíð spennt eftir því að leikurinn byrji klukkan þrjú. Þarf að vísu að fylgjast með honum í textaformi á netinu, en það er víst betra en ekkert.
Blogg fyrir fjölskylduna og aðra sem hafa áhuga utan Ak:
Krakkarnir blómstra hérna á norðurlandinu. Jóhann er mjög ánægður með nýja leikskólann og vaknar með bros á vör á hverjum morgni spenntur yfir því að fara. Þeir sem þekkja Jóhann vita að hann er afar geðstirður á morgnana svo að þetta hlýtur að vera góður leikskóli. Íris er búin að eignast slatta af vinkonum og sést varla hér heima. Karen er meira heima við en líkar mjög vel í skólanum og er búin að eignast 2 vinkonur hér. Andrea komst strax inn í hópinn í skólanum. Búin að eignast haug af skrækjandi gelgjuvinkonum og segir að strákarnir hér á Ak séu bara ágætlega sætir. Ég sjálf er á kafi í lærdómi og líkar vel. Er svona að venjast því að sjá ekki almennileg fjöll þegar ég kíki út um gluggann. Þórarinn, Ágúst og Bíbí eru líka í góðum gír og nokkuð sátt við nýja heimilið. Sem sagt, lífið er bara ljúft og allir sáttir.
Lambakjet í kvöldmatinn og ykkur er ekki boðið.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning