Ráðgátan leyst

Hef mikið verið að spöglera í því hvernig stendur á því að nærbuxur hér á heimilinu vilja gufa upp. Ráðgátan leystist núna í kvöld. Fann naríurnar mínar ofan í klósettskálinni. Spurði 2 ára strump hvers vegna nærbuxurnar mínar væri þarna ofan í. Hann kvaðst vera saklaus og benti á Írisi systur sína. Ég kenni samt sjálfri mér um því að hann sá mig sturta fiski niður og nú heldur hann að klósettið sé leiðin að betri heimi og hefur greinilega viljað bjarga nærbuxunum frá því fúla lífi sem þær þurfa að lifa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband