4.8.2006 | 00:13
Bláu myndirnar frá Prag
Var með gest í gær sem rak augun í eignarskiptingalistann okkar Júlíusar. Gesturinn las yfir listann og varð pínu skrítin og hugsi á svipinn. Ég var ekkert að spöglera mikið í því fyrr en að hún ræksti sig og spurði því í ósköpunum við hefum verið í vanda með hvort okkar fengi tékknesku klámmyndirnar. Ég skildi engan veginn hvað gesturinn var að tala um, þar til að hún benti á einn lið á listanum þar sem stóð "Bláu myndirnar frá Prag". Bláu myndirnar eru alls ekki klámmyndir eins og maður hefði auðveldlega getað haldið, heldur einfaldlega listaverk unnin með blárri krít og voru keypt af götusala í Prag.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning