Vetur gengin í garð

Í morgun vaknaði ég að venju kl 07:10 og ræsti liðið í skólann. Frekar svalt var í íbúðinni og þegar litið var út um gluggann kom skýringin á því. Í nótt hafði snjóað. Börnin kættust en móðirin ekki. Nú er víst komin tími á að skella nagladekkjunum undir því Rassatinn á það til að dilla afturendanum í hálku á sumardekkjunum og það er lítið gaman. Palli bróðir var ræstur út í verkið og er í þessum töluðu orðum að gera verðkönnun á dekkjaverkstæðum Akureyrarbæjar. Að sjálfsögðu tekur allan snjó upp og brestur á með brakandi blíðu um leið og nagladekkin eru komin undir, en það verður bara að hafa það.
Verkefni dagsins eru að klára verkefnið sem ég átti að klára í gær en gerði ekki. Sit hér í sófanum mínum í náttkjól og gula frottebaðsloppnum mínum, með loðna leggi, maskara niður á kinn og úfið hárið. Til að toppa útlitið er frunsan orðin að svöðusári á vörinni minni svo það er eins og einhver hafi gefið mér ærlega á kjaftinn. Er sem sagt undurfögur og eins og nýútsprungin rós. Verst að engin fær að njóta því ég verð föst yfir verkefnaskilum í dag.
Áfram með smjerið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband