Sælinú

Nóg af verkefnum framundan hér á bæ. Verkefnaskil nálgast á ofurhraða en ég hef engar áhyggjur.
Skellti mér á rúntinn í gær með bílinn fullan af papparusli. Svo fullan að ég var í vandræðum með að skipta um gír og sá ekkert út nema rétt svo beint fram og svo út um gluggann á vinstri hönd. Verkefnið var að fara að losa sig við alla þessa pappakassa sem höfðu safnast saman hér vegna flutnings.
Ég brunaði út úr bænum, upp hóla og hæðir og inn í Glerárdal þar sem ruslahaugarnir eru staðsettir. Stökk út úr bílnum í hnésíðum kjól og léttum skóm og spurði manninn í vinnuskúrnum hvert ég ætti að setja þetta. Karlgarmurinn sem var töluvert líkur leppalúða sagði að ég hefði ekkert erindi þangað og þá sérstaklega ekki á fólksbíl og alls ekki svona klædd.
Ég varð náttúrulega afar hissa og spurði hvort að þetta væri ekki ruslalosunarstöð? Jújú þetta voru svo sem alveg ruslahaugarnir en leppalúði benti mér á að líklegra væri betra fyrir mig að fara með þetta á gámasvæðið.
Svo aftur þurfti ég að stökkva inn í bíl og keyra yfir hóla og hæðir og uppgötva svo að gámasvæðið var nánast við hliðina á mínu fagra heimili.
Þetta er ég í hnotskurn ójá.
Svo sakna ég stóra bróður pínu ponsu.
Farin í sturtu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband