6.7.2006 | 16:25
Dagurinn í dag
Bíð spennt eftir sumrinu sem ég er alveg hlandviss um að komi á endanum.
Örverpus er orðinn útveikur og má ekki hugsa til þess að fara inn fyrir húsins dyr og heimtar að fara út að labba á sömu sekúndu og hann vaknar. Því eyddi ég deginum í það að þóknast honum eftir bestu getu. Ekki seinna vænna að kenna stráknum að konur séu fæddar á þessa jörð til að þóknast karlmönnum. Við stöldruðum við niður í bæ þar sem sterkustu menn veraldar voru saman komnir til að heyja hina heimsfrægu keppni Vestfjarðavíkinginn. Við fórum og keyptum kringlur, við fórum og kíktum í dýrabúðina og við spörkuðum í fótbolta út í garði.
Plan kvöldsins er ekki komið á blað ennþá en ég býst fastlega við því að það innihaldi sjónvarpsgláp og kvöldmatargerð.
Viktoría ég hlýddi og setti inn nýja skoðanakönnun
Örverpus er orðinn útveikur og má ekki hugsa til þess að fara inn fyrir húsins dyr og heimtar að fara út að labba á sömu sekúndu og hann vaknar. Því eyddi ég deginum í það að þóknast honum eftir bestu getu. Ekki seinna vænna að kenna stráknum að konur séu fæddar á þessa jörð til að þóknast karlmönnum. Við stöldruðum við niður í bæ þar sem sterkustu menn veraldar voru saman komnir til að heyja hina heimsfrægu keppni Vestfjarðavíkinginn. Við fórum og keyptum kringlur, við fórum og kíktum í dýrabúðina og við spörkuðum í fótbolta út í garði.
Plan kvöldsins er ekki komið á blað ennþá en ég býst fastlega við því að það innihaldi sjónvarpsgláp og kvöldmatargerð.
Viktoría ég hlýddi og setti inn nýja skoðanakönnun
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning