29.10.2006 | 12:34
Eitt og annað
Er að lesa í gegnum heimildir fyrir leiðinlegasta rannsóknarverkefni heimsins. Erum að skoða áhrif gengisfellingar á hlutabréfamarkað hér á klakanum, og ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta alveg HUNDleiðinlegt lestrarefni. Er að þræla mér í gegnum 43 bls skýrslu sem einhver dúd í Ameríku gerði fyrir Seðlabankann og er alveg í stökustu vandræðum með að halda mér vakandi. Vill einhver sparka í mig á svona 2 mínútna fresti? Já eða taka að sér að lesa þetta og finna það sem mig vantar?
Fór í Hagkaup í gær og þar er búið að setja upp allt jóladótið og skreyta búlluna líka. Jólanjólinn ég sem er vanalega farið að hlakka til jólanna í ágúst er alveg ónæm í þetta sinn. Líklega af því að hinum hefðbundu jólum verður frestað í ár. Get ekki með nokkru móti ímyndað mér að ég verði í miklu jólaskapi þar sem ég spóka mig um í bikiní í suðurhöfum án unganna minna. Engin nammiklístruð börn, engin kaffilíkjörsfrómas, engin áramótakalkúni og ekkert hangikjöt í ár. Bara sól, sjór, framandi staðir og svo auðvitað gestgjafinn minn, sem eflaust þarf að redda málunum og fara með jólamessu á aðfangadagskvöld því það eru engin jól án messu. Er búin að setja "í dag er glatt í döprum hjörtum" á óskalistann og gestgjafinn verður að sjálfsögðu að syngja það fyrir mig. Á næsta ári verð ég svo að halda tvöföld jól til að bæta fyrir jólaleysið í ár.
Eitt er þó víst að bæði Nói og Síríus koma með til útlanda.
Fór í Hagkaup í gær og þar er búið að setja upp allt jóladótið og skreyta búlluna líka. Jólanjólinn ég sem er vanalega farið að hlakka til jólanna í ágúst er alveg ónæm í þetta sinn. Líklega af því að hinum hefðbundu jólum verður frestað í ár. Get ekki með nokkru móti ímyndað mér að ég verði í miklu jólaskapi þar sem ég spóka mig um í bikiní í suðurhöfum án unganna minna. Engin nammiklístruð börn, engin kaffilíkjörsfrómas, engin áramótakalkúni og ekkert hangikjöt í ár. Bara sól, sjór, framandi staðir og svo auðvitað gestgjafinn minn, sem eflaust þarf að redda málunum og fara með jólamessu á aðfangadagskvöld því það eru engin jól án messu. Er búin að setja "í dag er glatt í döprum hjörtum" á óskalistann og gestgjafinn verður að sjálfsögðu að syngja það fyrir mig. Á næsta ári verð ég svo að halda tvöföld jól til að bæta fyrir jólaleysið í ár.
Eitt er þó víst að bæði Nói og Síríus koma með til útlanda.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning