20.10.2006 | 21:15
Mistókst
Eins og alþjóð veit þá á ég barn sem kúkar í bleiu. Frá því að þetta barn fæddist hef ég reynt hvað ég gæti til að koma mér undan því að skipta á því þegar barnið hefur hraunað. Mér hefur hinsvegar mistekist all svakalega og er greinilega miklum skiptihæfileikum gædd því nú er svo komið að barnið harðneitar að láta annan en mig skipta á sér. Reyndi að koma verkinu yfir á bróður minn í kvöld, en þá orgar grísinn "Nei baða mamma!!" Ekki nokkur einasta spurning að nú er komin tími á að venja barnið á klósett og það sem fyrst. Annars verð ég í djúpum skít það sem eftir verður og það er ekki gott.
Það er skítalykt af þessu öllu.
Það er skítalykt af þessu öllu.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning