Heibabbalúlla

Í kvöld kemur fólkið sem ber ábyrgð á því að ég fæddist inn í þennan heim, hingað til höfuðstaðar norðurlands. Á morgun verð ég svo á haus í eldamennsku. Ójá það dugar ekkert minna en heimsfrægi áramótakalkúninn minn þegar foreldrar vorir heiðra oss með nærveru sinni. Fæ reyndar ekki að skjóta yfir þau skjólhúsi þar sem Páll býr betur en ég.
Í kvöld ætlum við Páll hinsvegar að skunda í bíó og sjá Borat. Hlakka mikið til þar sem annað eins kyntröll hefur sjaldan prýtt kvikmyndatjald bíóhúsanna.

Sé ekki fram á að ég hafi tíma til að anda fyrr en 13. des. Það er svo sem fínt því að tíminn fram að utanlandsferð er þá fljótari að líða. Búin að panta þetta fína herbergi á subbuhóteli í Orlando nóttina fyrir Miami flug. Eins gott að Þórður hætti ekki við að bjóða mér í heimsókn því annars þarf ég að eyða hátíðunum í félagsskap kakkalakka og krakkmellna. En það er svo sem alveg hægt að skemmta sér með þeim líka.
Ætla að fá mér svona Borat sundbol.
Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband