Aumingi

Búin að liggja eins og klessa í rúminu í dag, skjálfandi með beinverki. Yndislegur laugardagur bara. Sem betur fer ætlar Greifinn að elda fyrir mig kvöldmatinn og mun koma með hann hingað heim að rúmstokk innan fárra mínútna.
Hef verið að vafra um leyndardóma einkamála.is í leit að hinum fullkomna lífsförunaut. Það sem er í boði eru bólugrafnir unglingspiltar sem vilja eina reynda, karlmenn á aldur við föður minn, heill helvítis hellingur af giftum köllum og síðast en ekki síst fíflin. Mér hefur nú samt tekist að finna draumaprinsinn þarna inni og hér er er mynd af honum...

Hann ku vera vel hanginn, tilfinningatýpa sem þorir að gráta, fjúkandi ríkur (á flottari ipod en nágranninn) og síðast ekki en síst þá setur hann það ekki fyrir sig þó að ég sé útjöskuð móðir 4 barna. Hvað þarf maður meira?
Vil samúð því ég er lasin.
Smá viðbót...

reyndar er ein undantekning en það er þessi frábæri tónlistar og textahöfundur að nafni Brylli... sannkölluð goðsögn og herramaður fram í fingurgóma. Sjá link hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband