7.3.2007 | 12:07
Bernskubrek
Einu sinni fyrir langa löngu var lítil stelpuskjáta er Guðbjörg hét. Guðbjörg þessi hefur verið um 3ja ára gömul þegar þessi saga gerist. Kvöld eitt í Vík Hólma í sýslu Stranda fór húsmóðirin á heimilinu til vinnu og hugðist dvelja þar næturlangt. Húsbóndanum var falið það verkefni að baða einkadótturina og koma henni svo í háttinn. Húsmóðirinn yfirgaf heimilið með þeim orðum að húsbóndinn ætti að passa vel upp á að einkadóttirin drykki ekki baðvatnið. Að sjálfsögðu sagðist húsbóndinn passa það. Einkadótturinni var skellt í bað, þar sem að hún undi hag sínum einstaklega vel. Faðir hennar þurfti að erindast eitthvað frami á meðan stelpurassinn svamlaði um í volgu vatninu. Að sjálfsögðu hafði það ekki farið fram hjá athugulum eyrum einkadótturinnar hvað móðir hennar hafði sagt og því passaði hún sig á því að drekka eins mikið baðvatn og hún mögulega gat í hvert einasta skipti sem að faðir hennar skrapp fram. Þegar kallinn kíkti inn til hennar setti hún upp sætasta og saklausasta brosið sem hægt var að framkalla og þóttist vera upptekin af því að vera að gera eitthvað allt annað en að drekka hið forboðna baðvatn.Leið og beið og loksins var einkadótturinni vippað upp úr baðinu. Faðirinn vildi vera góður við litlu stelpuna sína og leyfði henni að kúra upp í hjá sér um nóttina. Sváfu þau vært alveg þar til að allt baðvatnið skilaði sér í hjónarúmið þannig að út úr flaut.Vildi bara deila með ykkur einni af minni fyrstu minningu.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning