Glóbal Sósulógík

er bók dagsins. Alls ekki leiðinlegt efni svo sem, en hinsvegar er skruddan þykk og þó að ég þurfi ekki að lesa nema valda kafla þá er það samt mikið.
Helgina eftir þessari helgi skellur á 1. í aðventu og auðvitað er þá farið að vora. Vetrarhörkur síðustu vikna eru að gefa undan.
Pirringur dagsins er hljóðið í dyrasímanum þegar einhver ýtir á bjölluna niðri. Hann gefur frá sér hátt og nístandi prumphljóð blandað með skærum bjölluhljóm. Fæ svo sem fáa gesti svo að það er ekki vandamálið. Hinsvegar gleyma krakkaormanir alltaf lyklunum heima og ýta ótæpilega á bjölluna niðri í von um að verða hleypt inn. Ég hata dyrabjölluna mína!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband