9.3.2007 | 14:31
Skemmtilegt en illa lyktandi
Ein dóttir mín fékk að sofa upp í hjá mér á meðan Júlli var í heimsókn hjá okkur. Það var svo sem hið besta mál nema ég varð vör við ansi undarlega svefnhegðun af hennar hálfu eina nóttina.Þegar ég var alveg við það að festa svefn glumdi við hávær fretur svo að glumdi í litla kroppnum. Svo sem ekkert merkilegt, það prumpa allir í svefni og ekkert sem að maður getur gert við því, en hinsvegar þá fór krakkinn að skammast í einhverjum strax eftir vindlosunina. Svona gekk þetta alla nóttina, krakkinn leysti vind og fór svo að rífast með tilheyrandi fálmi út í loftið. Veit ekki alveg afhverju hún var að rífast en ég hef nokkrar áhyggjur af því að þessi hegðun hafi gengið í arf frá mér og hugsanlega gæti verið að ég sé svona líka? Það er eins gott að maður fari ekki að draga með sér einhvern gaur til næturskemmtunar fyrr en að þetta mál hefur verið kannað til hins ítrasta.Í dag er snjór á Akureyri. Á morgun verð ég í höfuðborginni.Á sunnudag fæ ég Ipod í hendurnar og fer svo heim.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning