12.11.2006 | 12:31
Jólakökupæling
Afhverju þarf alltaf að vera troða rúsínum í jólakökur? Mér finnst jólakaka mjög góð, en það er bæði seinlegt og leiðinlegt að plokka allar þessar rúsínur úr áður en ég borða hana. Nú finnast mér rúsínur alls ekki vondar beint upp úr pakkanum né húðaðar með súkkulaði. Það er bara eitthvað við þær eftir að þær hafa gengið í gegnum eldunar og bökunarferli sem lætur mig frá klígju. Þær minna mig helst á dauðar maðkaflugur þegar maður bítur í þær. Og já, áður en þið farið að spöglera of mikið í því hvort ég hafi samanburð þá get ég sagt með góðri samvisku að ég hef hann. Löng saga sem ekki verður farið út í nánar hér.
8 tímar í að rauði kjóllinn verði minn. En sem komið er, er ég ein um hituna. Svo fær maður sér ekki kjól án þess að redda sér skóm líka. Svo ég bauð í þessa og ef allt fer vel þá verða þeir mínir fyrir kúk og kanil eftir um 6 tíma.
Best að koma sér í það að klára þessa blessuðu ritgerð.
Úti er alltaf að snjóóóóóóaaaaaaaaa
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning