Í minningu um örbylgjuofn

Öbbinn minn dó núna í fyrrakvöld. Hans er reyndar ekkert saknað neitt gífurlega sárt, þar sem hann var afskaplega lítið notaður.
Stærðfræðiprófið var skelfilegt. Þurftum að taka það á netinu og höfðum til þess 2 tíma ramma áður en það lokaðist. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig er að taka þungt stærðfræðipróf með organdi grísi hangandi í sér. Þegar ég var ca hálfnuð með prófið þá fraus glugginn! Sendi fyrirspurn á kennarann og ekkert hægt að gera. Lokaprófið mun þá bara gilda meira í staðinn. Hvaða jólasveini datt í hug að það væri sniðugt að hafa miðannarprófinn á netinu? Bókfærsluprófið bíður spennt eftir mér og ég eftir því.
Komst ekki á skauta í gær svo ég er alveg óbrotin. Próflestur, próftaka og ræktin framundan.
Þórhildur! Þú skilar mömmu sko aftur heim. Harðbannað að halda henni í gíslingu í svíaríki!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband