12.10.2006 | 13:04
Gott að vera vitur eftir á
Komst að því í skólanum í morgun að líklega var ekki sniðugt að borða svona mikið rúgbrauð með soðnu ýsunni í gærkvöldi. Ég vaknaði uppþembd í morgun og leysti vænan fret svo að sængin lyftist eins og pilsið hennar Marilyn Monroe hér í den. Hélt ég hefði náð að losa mig við allt loft áður en í skólann var haldið en svo var nú aldeilis alls ekki. Eyddi morginum í það að vera afskaplega uppþemd og afskaplega illt í kviðarholinu. Síðast en ekki síst var ég í harðri baráttu við eiturgufur sem út vildu. Ég vann sem betur fer þá baráttu því annars hefði getað skapast mikið og alvarlegt umhverfisslys.
Ætti ég að fá mér meira rúgbrauð?
Ætti ég að fá mér meira rúgbrauð?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning