Gott að vera vitur eftir á

Komst að því í skólanum í morgun að líklega var ekki sniðugt að borða svona mikið rúgbrauð með soðnu ýsunni í gærkvöldi. Ég vaknaði uppþembd í morgun og leysti vænan fret svo að sængin lyftist eins og pilsið hennar Marilyn Monroe hér í den. Hélt ég hefði náð að losa mig við allt loft áður en í skólann var haldið en svo var nú aldeilis alls ekki. Eyddi morginum í það að vera afskaplega uppþemd og afskaplega illt í kviðarholinu. Síðast en ekki síst var ég í harðri baráttu við eiturgufur sem út vildu. Ég vann sem betur fer þá baráttu því annars hefði getað skapast mikið og alvarlegt umhverfisslys.
Ætti ég að fá mér meira rúgbrauð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband