Skelfing

Var í bókfærsluprófi og gekk skelfilega. Sjáum til hvað kemur út úr því.
Er að fara að láta fiffa hausinn á mér. Klipping og strípur já takk. Ætti ég að láta aflita?
Fæ fullt af fólki í heimsókn daglega hér á bloggið og ég heimta comment!
Og að lokum...

hafið þið séð annað eins krútt?
Þetta er sem sagt litla systir mín hún Gló (uppnefnd Snati af pabba eins og hefð er fyrir). Mamma var sem sagt að eignast þetta grey núna um helgina.
Gamli hundurinn hún Rófa (uppnefnd Eiríkur af pabba) er ekkert allt of sæl með þessa boðflennu.
Og svona til fyrst við erum að tala um uppnefnin hans pabba að þá er ég litli Gvendur og hef verið síðan ég man eftir mér, systir mín er Andropov (leiðtogi sovétríkjanna þegar hún fæddist) og greyið mamma er kölluð refurinn.
Pabbi þú ert skrítinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband