22.7.2006 | 16:13
Brandur Ari
Hjón og börnin þeirra þrjú fóru í útilegu að vatni og tjölduðu. Þau höfðu aðgang að bát við vatnið. Eiginmaðurinn og börnin 3 fóru í skordýraskoðunarleiðangur en á meðan ákvað konan að fara í sólbað, en vegna þess hversu mikið af trjám var þarna og skuggi ákvað hún að róa að eins út á vatnið og ná sér þar í sól, leggjast í bátinn og lesa góða bók og njóta þess að slappa af.
Hún var varla búin að liggja lengi þegar að kom veiðivörður á bát, og spurði konuna hvað hún væri að gera. Konunni fannst það frekar augljóst en svaraði þó til að hún væri að lesa.
"ég er hræddur um að ég verði að fara með þig í land til þess að taka af þér skýrslu, þú ert ekki með veiðileyfi." Konan horfði hissa á hann og sagði "já en ég var ekkert að fara að veiða?"
Veiðivörðurinn svaraði " já en þú ert með allar græjur til þess þarna í bátnum og hvað veit ég nema að þú notir þær?"
"allt í lagi" sagði konan, "ef þú sektar mig þá kæri ég þig fyrir kynferðislega áreitni!"
"já en ég hef ekki snert þig" svaraði veiðivörðurinn.
"nei ég veit" sagði konan " en þú ert með allar græjur til þess og hvað veit ég nema að þú notir þær?"
"hafðu það gott í dag" sagði veiðivörðurinn og silgdi í burtu!
Boðskapur sögunnar er þessi: Aldrei rífast við konu sem les, hún getur nefnilega líka hugsað!
Hún var varla búin að liggja lengi þegar að kom veiðivörður á bát, og spurði konuna hvað hún væri að gera. Konunni fannst það frekar augljóst en svaraði þó til að hún væri að lesa.
"ég er hræddur um að ég verði að fara með þig í land til þess að taka af þér skýrslu, þú ert ekki með veiðileyfi." Konan horfði hissa á hann og sagði "já en ég var ekkert að fara að veiða?"
Veiðivörðurinn svaraði " já en þú ert með allar græjur til þess þarna í bátnum og hvað veit ég nema að þú notir þær?"
"allt í lagi" sagði konan, "ef þú sektar mig þá kæri ég þig fyrir kynferðislega áreitni!"
"já en ég hef ekki snert þig" svaraði veiðivörðurinn.
"nei ég veit" sagði konan " en þú ert með allar græjur til þess og hvað veit ég nema að þú notir þær?"
"hafðu það gott í dag" sagði veiðivörðurinn og silgdi í burtu!
Boðskapur sögunnar er þessi: Aldrei rífast við konu sem les, hún getur nefnilega líka hugsað!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning