27.6.2006 | 10:28
Bíbí og blaka
Note to self: Þórhildur systir á afmæli á morgun, EKKI gleyma því!
Eiga smáfuglar ekki að sofa á nóttunni?!? Þessir sem eiga heima í garðinum mínum eru heldur mikið partíglaðir fyrir minn smekk. Það var sungið hástöfum í alla nótt. Þríraddaður þrastakór hélt uppi stuðinu og skemmti sér vel. Ég lá upp í rúmi og var búin að setja sæng og kodda yfir höfuðið en ekkert dugði. Á endanu stormaði ég niður, opnaði gluggann fyrir kettina og henti þeim út, í von um að þeir myndu redda þessu. Var ekki fyrr búin að ýta kattarassi númer 2 út fyrr en kattarass nr 1 ruddist inn aftur. Ástæðan? Júbb grasið í garðinum er óslegið ennþá og var þungt af dögg.
Annars allt í orden hér upp í hlíð. Fór í grillveislu til Jónu vinkonu á laugardaginn sem var bara notalegt. Ætla að skella mér alein og skilja Júlla eftir, til Hólmavíkur á næstu dögum. Sækja þessi börn sem ég er farin að sakna meira en hollt er, og eins skella mér á Hamingjudaga hátíðina. Búin að lofa dætrum að drullumalla heilu brúðarterturnar sem og veiða nokkur hornsíli.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning