Spegill spegill herm þú mér

Athyglisbrestur í kjölfar verkefnagerðar virðist vera landlægur á meðal nemenda Háskólans á Akureyri. Merkilegt nokk að þegar maður á að vera á fullu trukki við ritgerðarsmíðar, greinagerðar eða skýrsluskrif þá leitar hugurinn eitthvað allt annað. Í dag er ég t.d. búin að standa sjálfa mig að því að vera skoða stjórnmálaskeggræðingablogg sem mér finnast í flestum tilvikum alveg skelfilega leiðinleg, ég er búin að refresha www.mbl.is ca 58 sinnum í dag, taka minn daglega bloggrúnt helmingi oftar en vanalega, lesa www.bb.is "spjaldanna" á milli og jafnvel hef ég lags svo lágt að fara inn á www.bobthebuilder.com og það bara fyrir sjálfa mig. Get samt sagt með góðri samvisku að ég hef ekki lagst svo lágt að fara inn á www.asianmonkeyporn.com né www.analvacumcleaner.com eða sóðasíður í þeim dúr. Staldraði þó aðeins við inn á www.venus.is í leit að eiginmanni en fann engan sem var sjálfuppblásinn.Spurning um að hætta þessu drolli og koma sér að verki?Tannsi á morgun og þar er alltaf stuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband