26.10.2006 | 17:07
Besta barnapían í öllum heiminum
Í dag þurfti ég að bregða mér á fund með hópfélögum mínum í aðferðarfræðinni. Unglingurinn fékk það verkefni eins og svo oft áður, að passa. Þegar ég yfirgaf svæðið var hún í tölvunni. Ég kvaddi og sagði "passaðu nú bróður þinn vel" fékk fýlulegt "já já auðvitað" til baka. Nákvæmlega 40 mínútum síðar snéri ég heim. Opnaði hurðina að íbúðinni og sá þar unglinginn við tölvuna. Fór svo inn í stofu og þar blasti við mér þessi sjón...
Drengurinn hafði sem sagt verið að dunda sér með kakódolluna í það góðan tíma að honum hafði tekist að sóða út sjálfan sig, sófann og nánasta umhverfi sófans og svo sofnað út frá því.
Spurningin er, hvað á ég svo að borga barnapíunni á tímann?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning