Sigur Rós

Fór á tónleikana á Klambratúni í gærkvöldi og varð verulega hrifin. Ekki það að sumt að þessu hafi verið óttalegt gaul, þá voru nokkur lög sem voru svo góð að maður sætti sig við gaul lögin. Síðasta lagið og atriðið sem því fylgdi var svo svakalegt að maður fékk gæsahúð og stóð sem dáleidd væri. Jasús Pjetur og allir hans félagar, fæ meira að segja gæsahúð við að hugsa um það. Awsome bara!Annars var ég farin að það stæði með upplýstum stöfum "exit" á enninum á mér á meðan ég stóð þarna á túninu, því að fólk virtist hafa óstjórnanlega þörf til að troðast fram hjá þar sem ég stóð og það þótti mér pirrandi.Over and out úr ómenningunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband