Dagur prumpsúpunnar

nálgast með hraði. Ég er ekki frá því að ég sé orðin yfir mig spennt. Og ekki nóg með það að þá er dagur hliðarspiksins þar á undan. Hér á bæ verður gerður haugur af rjómabollum sem ég mun borða flestar sjálf. Um kvöldið verða svo gerðar alvöru hakkbollur með alvöru kartöflumús og alvöru sósu með mikið af lauk. Ó það er svo erfitt að vera matargat.
Sonur minn harðneitar ennþá að sleppa bleiunni. Sú stund er nú samt komin að ég held að hann fari að kveðja sína heittelskuði bleiu. "Mamma vildir þú nokkuð vera svo væn um að skipta um bleiu á mér, ég hef losað um hægðir" er glöggt merki þess að afkvæmið sé komið á þann aldur til að gera þarfir sínar í klósettið. Ekki vill hann nú samt viðurkenna það og þess vegna erum við í smá krísu hér á bæ.
Slojdagur í dag og þá er þessi vel við hæfi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband