7.3.2006 | 23:01
Ég er hetja
Og afhverju er ég hetja? Það er nú bara af því að ég get vaxað á mér fótleggina, handakrikann og bikinílínuna aaaalein heima í stofu. Að vísu horfa börnin á mig rífa óæskilegan hárvöxt af fótleggjum með skelfingarblik í augum. Og svo þegar ég rek upp sársaukaöskur, þá spyrja þau því ég sé að þessu ef þetta er svona vont. Ég er auðvitað búin að fræða þau um það að þegar maður er kona þá þarf maður að leggja ýmislegt á sig. Í þessu tilviki vaxmeðferð, því ekki vil ég misþyrma vesalings dömurakvélinni minni á þýskættaða hárvextinum.
Jæja þýðir ekki að slugsa svona á netinu, læra meira!
Tata Hetjan
Yours truly 6 mánaða
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning