19.7.2006 | 17:56
Rauður nebbi
Fann mér sólríkan og skjólgóðan blett í garðinum mínum í dag. Lagði á jörðina teppi og náði mér í mjúka og góðan kodda. Lagðist niður og kom mér þægilega fyrir svo að sólin gæti sleikt mig sem best. Raknaði við steikingarþefinn sem fyllti andrúmsloftið, fékk vatn í munninn og langaði í steik. Hnusaði út í loftið og uppgötvaði að ég var steikin. Nefið mitt er með puru!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning