Rauður nebbi

Fann mér sólríkan og skjólgóðan blett í garðinum mínum í dag. Lagði á jörðina teppi og náði mér í mjúka og góðan kodda. Lagðist niður og kom mér þægilega fyrir svo að sólin gæti sleikt mig sem best. Raknaði við steikingarþefinn sem fyllti andrúmsloftið, fékk vatn í munninn og langaði í steik. Hnusaði út í loftið og uppgötvaði að ég var steikin. Nefið mitt er með puru!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband