3.10.2006 | 11:57
69
Sit hér með þykkan stafa af stærðfræðiupplýsingum og dæmum sem ég þarf að læra næstu 3 dagana. Þarf aðeins að reikna mig í gegnum ca 200 dæmi á þeim tíma. Jöbb stærðfræðipróf framundan og ég læt það sko ekki fréttast að ég sé ekki að standa mig þar. Er annars búin að skila inn 2 verkefnum í Aðferðarfræði ásamt hópfélögum mínum, sem og í fjölmenningunni. Nokkuð stíf verkefna dagskrá framunda, en það er bara gaman. Ohhhh það er bara drullugaman að vera í háskóla.
Er hér með ansi skemmtilega sögu af unglingsdóttur minni sem ég læt flakka með þessu bloggi.
Andrea var stödd í skólanum og var að lesa í bók. Vinkona hennar spurði á hvaða blaðsíðu hún væri komin og Andrea segir hátt og snjallt "69". Bekkurinn sprakk úr hlátri en Andrea var eitt stórt spurningarmerki í framan. Hún vindur sér að vinkonu sinni og spyr hvað sé eiginlega svona fyndið við að hún sé komin á blaðsíðu 69. Vinkonan og aðrir nærstaddir fara að flissa ennþá meira og Andrea spyr aftur hvað sé svona fyndið. Vinkonan frussar út úr sér "Nú 69 bwahahaha". Ekki gekk dóttur minni neitt að fá upplýsingar upp úr bekkjarfélögunum um hvað 69 þýddi svo hún réttir upp hönd. Kennarinn snýr sér að henni og spyr "Já Andrea?". Grunlausa og saklausa dóttir mín spyr kennarann fyrir framan allan bekkinn hvað þetta 69 sé nú eiginlega, á meðan jafnaldrar hennar sitja og þora ekki að anda. Kennarinn var nú ekki í neinum vandræðum að útskýra þetta. Svo að núna veit dóttir mín hvað 69 stendur fyrir, hvaðan það kemur upphaflega og að danir séu dónar.
Yfir og út, skipti.
Er hér með ansi skemmtilega sögu af unglingsdóttur minni sem ég læt flakka með þessu bloggi.
Andrea var stödd í skólanum og var að lesa í bók. Vinkona hennar spurði á hvaða blaðsíðu hún væri komin og Andrea segir hátt og snjallt "69". Bekkurinn sprakk úr hlátri en Andrea var eitt stórt spurningarmerki í framan. Hún vindur sér að vinkonu sinni og spyr hvað sé eiginlega svona fyndið við að hún sé komin á blaðsíðu 69. Vinkonan og aðrir nærstaddir fara að flissa ennþá meira og Andrea spyr aftur hvað sé svona fyndið. Vinkonan frussar út úr sér "Nú 69 bwahahaha". Ekki gekk dóttur minni neitt að fá upplýsingar upp úr bekkjarfélögunum um hvað 69 þýddi svo hún réttir upp hönd. Kennarinn snýr sér að henni og spyr "Já Andrea?". Grunlausa og saklausa dóttir mín spyr kennarann fyrir framan allan bekkinn hvað þetta 69 sé nú eiginlega, á meðan jafnaldrar hennar sitja og þora ekki að anda. Kennarinn var nú ekki í neinum vandræðum að útskýra þetta. Svo að núna veit dóttir mín hvað 69 stendur fyrir, hvaðan það kemur upphaflega og að danir séu dónar.
Yfir og út, skipti.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning