Mitt eigið hold og blóð!

Fékk að renna augunum yfir msn lista unglingsins í gær (sem reyndar er miklu meira en að segja það, þvílíkur fjöldi) og rak þar augun í mig sjálfa sem er svo sem alveg eðlilegt, nema krakkakvikindið var búið að blokka sína eigin móður af msn!!! SÍNA EIGIN MÓÐUR!!! Hvers á ég að gjalda?!? Hún hefur greinilega ekki verið að gúddera það að mamma gamla sé að spyrja hana hvort hún sé ekki á leið í mat eða annað slíkt, þegar hún hefur verið á msn í vinahúsum. Eða það gæti líka verið að það hafi eitthvað gert hana vandræðalega þegar ég er að reyna að vera töff, hip og kúl og slæ um mig með unglingafrösum. Hún reyndi nú að afsaka sig með því að það væru sko allir með mömmu sína blokkaða á msn en ég er samt óhuggandi. Ég upplifi mig sem netperra því ég var jú búin að ítreka við hana að blokka alla netperra og það strax ef hún rækist á slíkan.
Vil að lokum senda mínar innilegust kveðjur til lesenda nær og fjær. Guð blessi ykkur börnin mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband