2.3.2007 | 16:31
Kátt í koti
Börnin farin til Húsavíkur og ég er alein í kotinu. Það er bæði ljúft og skrítið. Hrikalega tómlegt en jafnfram ofsalega rólegt. Ætla að þrífa kofann hátt og lágt. Krulla mig undir teppi með hvítvínsglas í hönd og hafa það náðugt í kvöld. Palli bró kominn í land og við systkinin fórum að versla. Ég heimtaði að fara í Byko til að kaupa teppalímband. Palli spurði hvað í ósköpunum ég ætlaði að gera við það og missti kjálkann niður í gólf þegar ég tjáði honum það að límbandið væri ætlað til þess að halda júgrunum ofan í kjólnum. Það er ekki tekið út með sældinni að hafa haft 4 grísi á spena. Þetta gera víst stórstjörnurnar og ég ætla sko að apa eftir ójá!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning