9.2.2007 | 10:15
Tumi þumall
vinstri handar er stokkbólginn. Líklega hef ég reynt óþarflega mikið á hann þegar ég var að æfa í gær? Vona að greyið jafni sig með hraði. Fyrra þol og þrek er alveg að verða endurheimt. Ekkert eins gott eins og að skíða af krafti svo að svitinn þeytist af manni svo að það sé eins og það rigni í ræktinni. Er búin að auka við lyftingarnar til að tóna mig betur upp.
Anna Lóa, Solla og ég sjálf sötruðum swiss mocca á Kaffi Karólínu í gærkvöldi. Áttum mjög svo athygliverðar samræður og það var hlegið dátt. Takk fyrir kvöldið gæsirnar mínar.
Ennþá skítkalt hér á norðurlandinu góða, finnst að það ætti að setja lög á þetta.
Staður
Vindátt
Vindhr. m/s
Veður
Skyggni km
Hiti C
Daggarmark C
Lágm. C kl. 9-9
Hám. C kl. 9-9
Úrk. mm kl. 9-9
Loftþr. hPa
Akureyri
SSA
1
Heiðskírt
70
-11.2
-13.1
-11.2
-6.2
.
1012.6
Hvenær kemur lóan til að kveða burt snjóinn???
Að lokum vil ég votta aðstandendur Önnu Nicole Smith mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Guðbjörg gerist pólitísk.
Var að lesa inn á mbl að Kristinn H. Gunnarsson sé núna hættur í framsókn og ætli til frjálslyndra. Spurningin er hversu lengi hann muni endast þar og í hvaða flokk hann hoppar þá næst? Einhvernveginn finnst mér svona jójópólitíkus ekki vera mjög traustvekjandi og því ekki eftirsóknarvert að fá hann til liðs við sig. Einhver til í veðmál?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning