Laugardagskvöld

Ég er nokkuð viss um að það er einhverskonar bílhurðasamsæri í gangi gegn mér. Rassatinn hefur ákveðið að bílstjórahurðin skuli haldast lokuð og finnst ekkert að því að ég þurfi að klifra yfir í farðþegasætið og út þar. Þegar Anna Lóa og Solla komu að sækja mig í gærkvöldi voru sömu stælarnir í bílhurðinni á Önnu Lóu bíl og ég máti húka úti í brunagaddi í sparigallanu að reyna að komast inn til þeirra í hlýjuna.
Leikhúsið var skemmtilegt. Byrjaði á því að fara inn á salernið í leikhúsbyggingunni þar sem Anna Lóa skeindi mig. Skemmtileg fyrstu kynni það. Svo hófst sýningin sem var fyndin en jafnframt mjög hrottafengin. Við sátum á fremsta bekk og frussið gekk yfir okkur þegar leikurunum var mikið niðri fyrir. Það var hinsvegar mjög hentugt og athyglivert að vera á fremsta bekk þegar leikararnir tættu sig úr görmunum og stóðu svo þarna fyrir framan okkur á fæðingargallanum. Ég sá tippi. Fórum út að borða, það var gott. Fórum heim til Önnu Lóu og sátum þar til klukkan gvöð má vita hvað áður en við skröngluðumst í bæinn "duck style". Skröngluðumst svo aftur heim til Önnu Lóu eftir bæjarrápið þar sem ég hékk hálfsofandi á öxlinni á Sollu. Eignaðist nýja bestu vinkonu. Hún hélt ég væri á aldrinum 25-28, verst að ég man ekkert hvað nýja besta vinkona mín heitir.
Jólasveinninn hefur greinilega líka verið að djamma í nótt og aðeins gleymt sér því skór heimilisins voru tómir í morgun. Það var svo sem ekkert mikil sorg yfir því. Ég sannfærði liðið um að honum hefði eflaust seinkað og myndi redda þessu við fyrsta tækifæri, sem hann er búinn að gera.
Í dag er dagur pakksins. Til hamingju pakk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband