4.7.2006 | 21:46
Komin heim í heiðarfjörðinn
Hamingjudagar á Hólmavík voru fremur blautir bæði veðurfarslega séð sem og alkahólslega séð. Undirrituð var þó ein af þeim sem blotnaði ekki neitt að innanverðu, enda er henni það í fersku minni þegar hún varð sér og allri sinni ætt til skammar á Hamingjudögum fyrir ári síðan.
Geitin bragðaðist vel en var svo óvart svín. Naut sveitaloftsins og kleif "fjöll" og naut útiverunnar á ýmsa vegu.
Keyrði svo heim í dag sem er ekki frásögu færandi, nema það að ég lenti fyrir aftan hjólhýsi dauðans. Neyddist til að keyra á 40 -60 km/klst í ca 20 mínútur þar sem sauðurinn með hjólhýsið í eftirdragi var með engar framlengingar á speglunum og sá mig því ekki. Siðprúða ég var næstum búin að lyfta fingri þegar ég loksins komst fram úr, en náði að hemja mig í tæka tíð.
Geitin bragðaðist vel en var svo óvart svín. Naut sveitaloftsins og kleif "fjöll" og naut útiverunnar á ýmsa vegu.
Keyrði svo heim í dag sem er ekki frásögu færandi, nema það að ég lenti fyrir aftan hjólhýsi dauðans. Neyddist til að keyra á 40 -60 km/klst í ca 20 mínútur þar sem sauðurinn með hjólhýsið í eftirdragi var með engar framlengingar á speglunum og sá mig því ekki. Siðprúða ég var næstum búin að lyfta fingri þegar ég loksins komst fram úr, en náði að hemja mig í tæka tíð.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning