14.9.2006 | 19:05
Má bjóða ykkur kaffi?
Í dag eignaðist ég splunkunýja kaffigerðarvél. Nei nei ég var ekkert að spreða aurunum mínum heldur var þetta innflutningsgjöf frá Írisi, Palla og Kristófer. Þannig að ef einhver bankar upp á þá get ég boðið upp á nýlagað kaffi í staðinn fyrir neskaffi. Svo er auðvitað algjörlega nauðsynlegt að henda í sig 1-2 rótsterkum bollum af kaffi áður en maður fer og tekur á því í ræktinni.
Í dag var ég að keyra um götur hér í bæ þegar ég rak augun í svokallaðan hjólahomma. Mér varð auðvitað hugsað til hjólahommanna Þórðar og Þorsteins aka Steina litla afríska, nema þessi hjólahommi var flottari en þeir báðir til samans. Fyrir það fyrsta var hjólið vespa sem er auðvitað ferlega kúl sérstaklega þegar hjólahomminn á vespunni er vel yfir 150 kg. Hjólahomminn klæddis þröngum íþróttabuxum með stroffi að neðan, sem flögguðu í hálfa stöng. Við buxurnar fögru var hann í þröngri hettupeysu sem líka virkaði of lítil og til að toppa herlegheitin sat á kolli hans pottlok sem líklega hefur átt að þjóna tilgangi hjálms og við nánari skoðun reyndist vera hjálmur. Alveg merkilegt hvað maður kiknar í hnjánum þegar maður sér svona glæsiriddara í umferðinni.
Ég er ekki að trúa því að það sé komin 14. september því í dag rauk hitinn upp í 16-17 gráður.
Í dag var ég að keyra um götur hér í bæ þegar ég rak augun í svokallaðan hjólahomma. Mér varð auðvitað hugsað til hjólahommanna Þórðar og Þorsteins aka Steina litla afríska, nema þessi hjólahommi var flottari en þeir báðir til samans. Fyrir það fyrsta var hjólið vespa sem er auðvitað ferlega kúl sérstaklega þegar hjólahomminn á vespunni er vel yfir 150 kg. Hjólahomminn klæddis þröngum íþróttabuxum með stroffi að neðan, sem flögguðu í hálfa stöng. Við buxurnar fögru var hann í þröngri hettupeysu sem líka virkaði of lítil og til að toppa herlegheitin sat á kolli hans pottlok sem líklega hefur átt að þjóna tilgangi hjálms og við nánari skoðun reyndist vera hjálmur. Alveg merkilegt hvað maður kiknar í hnjánum þegar maður sér svona glæsiriddara í umferðinni.
Ég er ekki að trúa því að það sé komin 14. september því í dag rauk hitinn upp í 16-17 gráður.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning