14.10.2006 | 08:16
Léleg fyllibytta
Komin heim rétt fyrir miðnætti allsgáð og geyspandi. Vöknuð fyrir átta og sit hér núna og velti fyrir mér afhverju ég sé ekki sofandi. Börnin eru ekki einu sinni vöknuð.
Gærkvöldið var aldeilis ágætt samt sem áður. Fínt matarhlaðborð og fínn félagsskapur. Enda eru fjaranemar aðeins nær mínum aldri en staðarnemar. Enduðum kvöldið á kaffi Amor þar sem Óli Palli Rokklands þeytti skífur.
Í kvöld er Papaball í Sjallanum og okkur Sæunni er boðið í partý að Dúfnahólum 10.
Það er rok hér og snjóar laufum.
Gærkvöldið var aldeilis ágætt samt sem áður. Fínt matarhlaðborð og fínn félagsskapur. Enda eru fjaranemar aðeins nær mínum aldri en staðarnemar. Enduðum kvöldið á kaffi Amor þar sem Óli Palli Rokklands þeytti skífur.
Í kvöld er Papaball í Sjallanum og okkur Sæunni er boðið í partý að Dúfnahólum 10.
Það er rok hér og snjóar laufum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning