Blessuð sé minning hans

Hann Palli bróðir mun hugsanlega ekki vera lengur meðal vor mikið lengur. Sagan er sú að hann og hans litla fjölskylda eru á uppeldistöðvum okkar upp í sveit. Foreldrar okkar eru á ferðalagi en munu koma heim í dag. Palli er búinn að vera að dunda sér að taka til í kringum bæinn. Það þýðir að færa til bílhræ og brotajárn, jafna út hlaðið með jarðýtu, rífa niður tréverk sem gerði ekkert gagn og gjörsamlega umbreyta öllu. Hans eina lífsvon er sú að foreldrar verði það hissa, að hann geti flúið á meðan þau reyna að púsla saman kjálkunum sem duttu í jörðina.
Palli ég hugsa til þín!!
Í dag er sól en samt ekki mikil blíða, í dag er líka einhver undarlegur léttir yfir mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband