Bæjarferð

Skellti mér í bæinn með afkvæmunum, Írisi mágkonu og Kristófer litla frænda í dag. Afrekuðum meira að segja að skoða jólahúsið margumtalaða. Hittum Stekkjastaur á Glerártorginu og Jóhann varð gífurlega hamingjusamur með eplið sem hann fékk. Ekki á hverjum degi sem maður fæ alvöru jólasveinaepli. Versluðum jólaföt á helminginn af stóðinu, fórum niður í bæ og á kaffihús þar sem drukkið var heitt kakó og borðuð súkkulaðikaka með. Sáum fína jólatréð niður í bæ og heldum svo heim þreytt og sæl.
Plan kvöldsins er að taka smá kríu og læra svo fullt af bókfærslu þegar börn eru komin í ró og dunda við hana eitthvað fram eftir nóttu.
Ég finn skítalykt og það þýðir að bloggið verður ekki lengra að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband