29.8.2006 | 08:34
Gamla konan ég
Fór að sofa fyrir hálf níu í gærkvöldi. Það hefndi sín reyndar rækilega þar sem ég var vöknuð um klukkan fimm í morgun. Núna sit ég hér og stari á dót sem þarf að pakka í von um að það pakki sig sjálft.
Annars átti ég ofsalega skemmtilegt samtal við unglinginn minn hér í gærkvöldi sem ég læt fylgja með bloggi dagsins.
Við vorum að ræða hver ætti helst að fá sér herbergi á nýja heimilinu.
Hún: Sko ég verð að vera í sér herbergi því ég er unglingur. Ég: Já en hvað með mig? Hvað ef ég eignast kærasta? Hún: Uhhhhh vilja kallar nokkuð konur sem eiga svona mörg börn? Ég: Nei alls ekki, við erum annars flokks og engin lítur við okkur. Hún: Já ok, þú verður þá bara að fá þér fullt af köttum.
Annars átti ég ofsalega skemmtilegt samtal við unglinginn minn hér í gærkvöldi sem ég læt fylgja með bloggi dagsins.
Við vorum að ræða hver ætti helst að fá sér herbergi á nýja heimilinu.
Hún: Sko ég verð að vera í sér herbergi því ég er unglingur. Ég: Já en hvað með mig? Hvað ef ég eignast kærasta? Hún: Uhhhhh vilja kallar nokkuð konur sem eiga svona mörg börn? Ég: Nei alls ekki, við erum annars flokks og engin lítur við okkur. Hún: Já ok, þú verður þá bara að fá þér fullt af köttum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning