14.12.2006 | 21:02
Gullhamrar?
Skellti mér í klippingu og hárlitun í dag sem undir venjulegum kringumstæðum væri ekki neitt sérstaklega merkilegt. Nema ég kem heim og unglingurinn ropar út úr sér "varstu að lita hárið?" Ég jánka því og spyr um leið hvernig henni finnist. "Ótrúlega jólalegt og glansandi". Undarlegt svar sem ég bið um nánari útskýringu á. "Já sko það er svo rautt og fallegt og það er svo jólalegt". Samkvæmt þessu þá dreg ég þá ályktun að hárið á mér sé eins og einhver glimmerlengja sem notuð er til skreytinga um jól. Mér sem fannst ég svo mikil skvísa
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning