16.1.2007 | 11:36
Aumingjaskapurinn minnkar
Minna veik í dag en í gær. Skundaði til læknis sem hrökklaðist aftur á bak þegar hann kíkti ofan í hálsinn á mér. Mjög svæsin hálsbólga vúbbí og allt sundurgrafið. Var hent út með súperskammt af fúkkalyfjum sem ég bryð núna eins og brjóstsykur. Komst að því í gærkvöldi að líklega er ekkert sniðugt að fá sér Treo fyrir svefninn. Sat uppi í alla nótt glaðvakandi eins og ég hefði borðað upp úr heilum Bragakaffipakka.
Var í foreldra viðtölum í skólanum í morgun og er afar stolt móðir 3ja duglegra dætra. Þær eru stilltar, góðar og vinnusamar og allir ánægðir með þær. Eitthvað annað en móðirin sem reiddist svo þegar hún var skömmuð fyrir að hafa ekki klárað heimalærdóminn (sem var reyndar ósvífið að ætlast til) að hún henti blómapotti í skólastjórann.
Best að taka smá kríu og skoða svo tölfræðina.
Var í foreldra viðtölum í skólanum í morgun og er afar stolt móðir 3ja duglegra dætra. Þær eru stilltar, góðar og vinnusamar og allir ánægðir með þær. Eitthvað annað en móðirin sem reiddist svo þegar hún var skömmuð fyrir að hafa ekki klárað heimalærdóminn (sem var reyndar ósvífið að ætlast til) að hún henti blómapotti í skólastjórann.
Best að taka smá kríu og skoða svo tölfræðina.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning