Býflugurnar og blómin

Þar kom að því!
Unglingurinn fór að spyrja út í hvað væri leyfilegt í kærastamálum. Hvort hún mætti kannski vera með gaur sem væri örlítið eldri og annað slíkt. Ég sagði að 1-2 ár væru svo sem í lagi en að hún yrði að gera sér grein fyrir því að dúdar á þessum aldri væru spólgraðir djöflar sem vildu bara komast í brækurnar hennar.
Þá fór hún að forvitnast hvað ég hefði nú verið gömul þegar ég missti minn meydóm. Ég svaraði að ég hefði verið 25 ára og hefði misst hann með pabba hennar. Henni fannst það úber hallærislegt að ég hefði verið orðin svona gömul og náði varla upp í nefið á sér fyrir hneykslan. Var greinilega ekki að átta sig á því að líklega væri ég að skrökva þar sem ég var 19 ára þegar ég fæddi hana. Svo þarf hún ekkert að vita að ég hafi verið nákvæmlega jafngömul henni þegar sá skelfilega pínlegu og fálmandi atburður átti sér stað fyrir löngu síðan.
*hrollur*

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband