11.2.2007 | 10:42
http://blogaislensku.blogspot.com/
Vaknaði í morgunsárið og opnaði námsbækurnar og ætlaði og ætla ennþá, láta hendur standa fram úr ermum í lærdómnum í dag. Opnaði líka bloggið mitt og fór í trackerinn og sá þar slóð sem ég kannaðist ekki við. Einhver framtakssamur hefur sem sagt ákveðið að opna vefsvæði þar sem saman er safnað íslenskum bloggsíðum. Fann þar sjálfa mig, Þórð vinkonu, Önnu og Steina. Viðurkenni hér með að ég er forvitin, hver er það sem stendur fyrir þessu?
Rekstrarsjórnunarverkefni upp á 20.000 slög þarf að skila fyrir 26. feb. Markaðsfræðiverkefni upp á annað eins þarf að skila 3. mars og svo eru það náttúrulega öll hin verkefnin og daglega amstrið. Held að ég verði ekki viðræðuhæf á næstunni.
Solla mín, til hamingju með frelsunina og nýja bloggið á besta vefsvæðinu.
Rekstrarsjórnunarverkefni upp á 20.000 slög þarf að skila fyrir 26. feb. Markaðsfræðiverkefni upp á annað eins þarf að skila 3. mars og svo eru það náttúrulega öll hin verkefnin og daglega amstrið. Held að ég verði ekki viðræðuhæf á næstunni.
Solla mín, til hamingju með frelsunina og nýja bloggið á besta vefsvæðinu.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning