Stökkmýs vilja ekki verða fit

Stökkmýsnar Þórarinn og Ágúst eru búnir að leysa vandan sem blasti við þeim. Það var að hlaupa hring eftir hring eftir hring í svo til gerðu hjóli sem var staðsett í búrinu þeirra. Þeir voru svo ferlega sniðugir að þeir einfaldlega átu bara hjólið. Nú horfi ég upp á stökkmýs í afar slæmi formi liggjandi á meltunni og kúkandi rauðum plastkúkum. Merkilegt hvað mýs eru miklar persónur.
Er með kvef í hausnum mínum og því afar geðstirð. Langar mest að sofa 12 tíma á dag en fæ það ekki. Í staðinn þarf ég að sitja í sófanum mínum og reikna heimadæmin mín á meðan Magnús Skelving skemmtir örverpinu. Gvuð blessi Magnús kallinn, hann er dáðadrengur.
Annars var ég að grobba mig á msn hversu æðislegt veður væri í dag. Kvaddi viðmælanda minn til þess að halda út í veðurblíðuna sem hélst í nákvæmlega 2 mínútur eftir að ég var komin út. Þá dró ský fyrir sólu og kári byrjaði að blása af krafti. Hefði átt að grobba mig meira.
Spakk og hagetti í kvöldmat og ykkur er boðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband