26.11.2006 | 11:42
Hatrömm rimma í stofunni
Vaknaði í morgun við átök í stofunni. Dæturnar voru ekki á eitt sáttar um hvað ætti að horfa á í sjónvarpinu. Eftir hárreytingar, klíp, og spörk með tilheyrandi öskrum skarst ég í leikinn. Úfin um hárið og grimm á svip strunsaði ég fram í stofuna til að skakka leikinn. Að sjálfsögðu bentu þær á hvora aðra og ásakanir gengu á báða bóga. Morgunfúla ég neitaði að hlusta á klag, slökkti á sjónvarpinu og tók fjarstýrinuna með mér aftur upp í rúm og kom henni tryggilega fyrir undir koddanum.
Vorið hætti við að koma og ég fékk mér súkkulaði í morgunmat. Er núna óhemju illt í maganum og get ekki hugsað mér að borða súkkulaði næstu árin.
Við Sæunn ætlum svo að tækla stærðfræðina í dag og ekki veitir af.
Vorið hætti við að koma og ég fékk mér súkkulaði í morgunmat. Er núna óhemju illt í maganum og get ekki hugsað mér að borða súkkulaði næstu árin.
Við Sæunn ætlum svo að tækla stærðfræðina í dag og ekki veitir af.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning